Fjarvistartilkynning

Samkvæmt lögum nr. 91/2008 um grunnskóla, grein 3 og 15, er nemendum skylt að sækja grunnskóla svo öll leyfi sem eru tekin eru á ábyrgð forsjáraðila.

Umrætt leyfisform er útfyllt ef um er að ræða leyfi í 3 daga eða meira. Meginreglan er að ætlast er til að tilkynning til skóla berist a.m.k. með tveggja daga fyrirvara fyrir leyfistöku og lengra sé um langt leyfi að ræða. Athugið að skóli gefur ekki út sérstakt heimanám eða sérverkefni til nemenda í leyfum eða gerir tilfærslur á námi (námsmat þar meðtalið) vegna leyfistöku. Allt nám er á ábyrgð forsjáraðila meðan á leyfi stendur.

Leyfistilkynning varðveitist sem hluti af opinberum gögnum í samræmi við lög.